Matarkarl býr ásamt matarkonu sinni og tveimur börnum í Berlín. Þar leggja þau hjónin stund á meistaranám í listum á milli þess sem snúist er í kringum börnin, flakkað á markaði, setið á kaffihúsum, farið á sýningar og í leikhús og legið í leti í almenningsgöðrum.
Þetta blogg er hugsað sem útrás fyrir þráhyggjukenndan mataráhuga matarkarls sem á síðustu árum hefur smitast inn í nánast allar hans athafnir og hugsanir, skotið rótum í listrænni hugmyndafræði og leitt til langra hjólatúra í leita að hálfviltum ávaxtatrjám og kryddum innan borgarinnar. Einnig virðast matarmenning og matarpólítik um þessar myndir vera eitt að leiðarstefum samfélagsins, óteljandi matarblogg og nýjir matarskandalar í hverri viku, og því áhugavert að fylgjast með hvernig við hegðum okkur þegar kemur að mat og matvælaframleiðslu. Þar að auki finnst matarkarli sérlega ánægjulegt að undirbúa, elda og borða góðan mat.
LIKE
hlakka til að fygjast með ég er nefnilega matarkerla
Sæll, flott blogg hjá þér, langar að segja frá því í Gestgjafanum. Getur þú sett þig í samband við mig t.d. á facebook eða e-mail?
Bestu kveðjur
Sigríður Björk
Sæl Sigríður og þakka þér fyrir. Ég sendi póst á þig fyrir nokkru en kannski hefur hann misfarist.
Jaha svo það er þetta sem ungir listnemar vinna ad i mastersnami!!!! Eda mastersnammi!
Prof. Palsson
Einhvern veginn verður maður að lifa og af hverju þá ekki að lifa vel spyr ég, mein lieber Herr Professor. Bis bald.